top of page

Velkomin í ökunám

Almenn ökuréttindi - Akstursmat - Endurtaka ökuréttinda

IMG_4677.heic
Beinskiptur.png

Ökukennarinn

Ívar Björn Sandholt Guðmundsson

Ég er ökukennari, útskrifaður úr Endurmenntun Háskóla Íslands.  Áður starfaði ég sem lögreglumaður og er í dag einnig að reka ferðaþjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ferðum með hópbifreiðum. Mér finnst gaman í vinnunni og hef mikla ánægju af framförum nemenda minna. Ég hef sótt ýmis nám og námskeið, hérlendis og erlendis og þekki því vel hvernig er að vera nemandi sem getur bæði verið spennandi og krefjandi. Þá veit ég líka hvað upplifun náms og fagmennska kennara er mikilvægur þáttur í öllu námi.

Það er alltaf gaman að sækja sér réttindi og mega stjórna mismunandi ökutækjum.

Ökuréttindin mín:

- A, bifhjól

- B, Fólksbifreiðar

- C, Vörubifreiðar

- D, Hópbifreiðar

- E, Eftirvagnar í öllum flokkum

- 95, Atvinnuréttindi fólks- og farmflutninga

- 450, Rekstrarleyfi leigubifreiða

- 500, Kennsluréttindi fólksbifreiða

- Réttindi til forgangsaksturs neyðarbíla.

- og rekstrarleyfishafi til fólksflutninga með ferðaþjónustu- og hópbifreiðum

Ökukennslan

Ég er sérlega vandvirkur og lengi sérhæft mig í umferðarmálum og sótt mér ýmsan fróðleik þar um.

 

Ökukennslan á hug minn allan og sit ég í aðalstjórn Ökukennarafélags Íslands eftir að hafa verið kosinn til þess á ársþingi félagsins.

Ég kem kennslunni frá mér með skemmtilegum hætti og hagnýt allar helstu kennsluaðferðir. Ég hátta kennslunni þannig að hún er sniðin að þörfum nemanda og öllum sérþörfum mætt. Til mín eru allir einstaklingar velkomnir óháð breytileika, kyni, kynþætti, aldri og þörfum.

Hér efst á síðunni er valmynd þar sem hægt er að fletta á milli eftir því sem leitað er að.

Bóka tíma á netinu

Þú finnur Ívar ökukennara á Facebook og TikTok

bottom of page